Um mig

Ég afturnýti. Ég nota gamla leðurjakka og tjöld og breyti þeim í fallega og nytsama hluti. Ég afturnýti því ég vil að kolefnissporið mitt sé eins lítið og mögulegt er. Þegar ég nota það sem aðrir eru búnir að henda, veit ég að það er ekki verið að eyða hráefni jarðarinnar fyrir mig.

Sumt hráefnið hef ég fengið gefins, en flest kaupi ég af Rauða krossi Íslands. Með því að nota leðrið og tjöldin á Íslandi, kem ég í veg fyrir að olía sé notið til að flytja hlutina í endurvinnslu erlendis.

Nánast allt sem ég bý til hefur þann tilgang að geyma eitthvað. Gímöldin geyma dót, snúrusnilldin geyma snúrur og bækurnar geyma minningar.

Guðrún Borghildur