Um mig

Um þörfina að skapa

Guðrún Borghildur íslenskt handverk iceland Gudrun

This is the heading

Ég afturnýti. Gamlir leðurjakkar eru aðalhráefnið mitt, einnig ullar-og silkiflíkur, og tjöld. Ég breyti því í fallega og nytsama hluti. Ég afturnýti því ég vil að kolefnissporið mitt sé eins lítið og mögulegt er. Þegar ég nota það sem aðrir eru búnir að henda, veit ég að það er ekki verið að ganga á hráefni jarðarinnar fyrir mig.

This is the heading

Sumt hráefnið hef ég fengið gefins, en flest kaupi ég af Rauða krossi Íslands. Þar kaupi ég flíkur sem eru ósöluhæfar vegna einhvers galla. Með því að nota þær sem hráefni á Íslandi, kem ég í veg fyrir að olía sé notuð til að flytja hlutina í endurvinnslu erlendis.

This is the heading

Svo er það þörfin fyrir að skapa. Ég segi gjanan að sumir eru ekki i rónni fyrren þeir eru sestir með góða bók. Ég, aftur á móti, sofna út frá tilhlökkuninni að vinna við að skapa eitthvað næsta dag.
**
Nánast allt sem ég bý til hefur þann tilgang að geyma eitthvað. Gímöldin geyma dót, snúrusnilldin geyma snúrur og bækurnar geyma minningar.