Um mig

Um þörfina að skapa

Gudrun Borghildur About Me

Umhverfisvernd

Umhverfisvernd er hugtak sem er daglega til umræðu. Við erum sífellt minnt á að við þurfum að gæta að hvernig við umgöngumst jörðina, hvernig við nýtum hráefni, og hvað við gerum við það sem við notum ekki lengur.

Okkur er bent á að hráefnisbirgðir eru ekki ótakmarkaðar (lesist = takmarkaðar) sem þýðir að við þurfum að fara vel með. Sérstaklega á þetta við hvað orkunýtingu varðar.

Kolefnisspor hvers og eins þarf að minnka til að sporna við hlýnun jarðar.

Afturnýting minnkar kolefnissporið

Þar reyni ég að láta til mín taka! Ég hanna vörur sem eru með mjöög lítið kolefnisspor.

Ég nota hráefni sem aðrir eru búnir að nota og eru búnir að gefa frá sér. Þetta hráefni, sem er meðal annars gamlir leðurjakkar, silkiföt, og jafnvel gömul tjöld, er oftar en ekki á leiðinni á haugana því það er ónothæft af einhverjum ástæðum.

En vegna þess að ég afturnýti, þá skiptir mig ekki máli hvort hluturinn er rifinn eða blettóttur. Megnið af hráefninu er nothæft og ég nýti mér það.

 

Tilgangur með hönnuninni

Nánast allt sem ég bý til hefur þann tilgang að geyma eitthvað. Gímöldin geyma dót, snúrusnilldin geyma snúrur og bækurnar geyma minningar. 

**

Komdu með í ferðalag og kíktu á það sem ég hanna. Sjá má föt sem henta bæði fyrir dömur og herra hér, hinar ýmsustu töskur hér eða jafnvel eitthvað fyrir heimilið hér