Kænuvogur 34
Vinnurými mitt frá
1. ágúst, 2022


Ég flutti í Kænuvog um miðjan ágúst, 2022. Þar er ég með fjórum öðrum flottum konum, í plássi sem er helmingi stærra en það sem ég var með í Íshúsi Hafnarfjarðar. Nú get ég breitt úr mér, og dansað tangó ef svo ber undir.
Íshús Hafnarfjarðar
Vinnurými sem var



Íshús Hafnarfjarðar er vinnustofa fjölda margra listamanna. Þar svífur andi listagyðjunnar yfir vötnum og margt fallegt framleitt í húsinu. Vinnurýmið mitt þar var ekki stórt, en það var einstaklega kósí. Íshús Hafnarfjarðar er við Strandgötu 90, 220 Hafnarfjörður, rétt við smábátahöfnina.
